Árni Baldursson er allsherjar reynslubolti með áratuga reynslu af byggingar – og iðnaðarstörfum. Hann hefur teiknað, byggt og gert upp ófá húsin og innanhússrýmin og smíðað allt milli himins og jarðar, stórt sem smátt. Árni er með sveinspróf í járnsmíði og er líka vel vanur og reyndur pípulaggningarmaður. Árni getur bókstaflega reddað öllu, er frumlegur og skapandi með einstakt verkvit og elskar að finna lausnir! Setningar eins og “veistu… ég held ég sé kominn með þetta…” og “heyrðu… hvað með að við gerum þetta svona…” heyrast daglega frá Árna. Hér er á ferðinni kraftur og vinnusemi og elskar Árni sannarlega að vera á verkstæðinu með alls konar verkefni í gangi. Einnig tókst Árna að ala börn sín upp með þessa sköpunarþörf með því að færa þeim hamar og nagla í hendi strax á unga aldri.
Árni s. 781 – 2605
Árni Þór Árnason er hógvær snillingur, hress en yfirvegaður og lausnarmiðaður meistari sem hefur verið að búa til “stöff” frá því hann man eftir sér. Árni Þór hefur einnig áratuga reynslu sem pípulaggningarmaður, er tæknilega sinnaður, handlaginn og vandvirkur að eðlisfari og fær í flestan sjó. Hann sér um framleiðslustjórn og uppsetningu verka og hefur einstaka lausnar- og skipulagshæfileika. Árni Þór sér ávallt til þess a verkin séu uppsett og unnin á sem hagkvæmastan máta og hefur honum tekist að spara mörgum tíma og aur með sínum góðu lausnum. Setningar eins og “gerum þetta rétt frá byrjun” og “ekkert bull, engin sóun, ekkert vesen!” heyrast títt frá Árna Þór. Þennan gaur er gott að hafa með sér í liði!
Árns. 662 – 1837
María Lovísa Árnadóttir er hönnunarheilinn og viðskiptanördinn sem er stöðugt að framleiða hugmyndir og finna út úr því hvernig megi púsla þeim saman. María er með BS í Innanhússarkitektúr og MBA í Stjórnun og stefnumótun. Hún sér um markaðssmál, hönnun og vöruþróun á nýjum verkum og hefur áratuga reynslu af hönnunarstörfum og hefur þ.á.m. hannað veitingastaði, skrifstofur, hótel ofl. sem og vörumerki / lógó, concept-pælingar, innanhússmuni og smávörur. Stafaði hún áður sem “branding design” hönnuður hjá alþjóðlegu hönnunarstofunni Fitch í Bandaríkjunum. María Lovísa hefur einnig verið að hanna smávörur undir merkinu InspIra sem framleiddar eru af arTTré ehf. Hún aðstoðar viðskiptavini við að útfæra það sem huga þeirra lystir og telur fátt (ef þá eitthvað!) vera ómögulegt. Finnst henni heldur alls ekkert leiðinlegt að geta sagt pabba og brósa fyrir verkum.
s. 662 – 6296
María, Árni og Árni Þór á annasömum degi með Balla frænda sem er duglegur að hjálpa til þegar á þarf að halda 🙂