arTTré var “með” á HönnunarMars 2015 þar sem við framleiddum vörur fyrir MAJLOV eða Maríu Lovísu hönnuð sem sýndar voru í Epal á HönnunarMars. Unnum við þessa fínu bakka eftir hugmynd og hönnun hönnuðarins og eru þeir úr gegnheilum birkivið og koma í ýmsum formum (og líka litum) sem öll passa við hvert annað.
María Lovísa fékk okkur einnig til þess að vinna að undirstöðum fyrir steypta kertastjaka eftir hana og skárum við út þessa fínu undirplatta sem eru sexhyrndir og með ískorið hólf fyrir stjakana. Koma þeir í gegnheilli eik og síðan í MDF sem við sprautum í fjórum litavalmöguleikum.
Kíkið á sýnishornin hér fyrir neðan: